Vísur eftir Stebba Ásmunds og Gísla Ben

Formáli að vísum sem Stebbi Ásmunds og Gísli Ben hentu á milli sín. Hann er svona Stebbi og Gísli voru miklir vinir og voru á kendiríi eitt kvöldið og langt fram á nótt Gísli var orðin þreyttur þegar leið á nóttina og var farinn að dotta við og við. En þegar Gísli rumskar undir morgun hendir Stebbi vísu á Gísla sem er svona.

Öls við krús ég minnist manns
margar ýsur dróg hann
þrotlaust reyndist þrekið hanns
þrisvar sinnum dó hann.

Gísli lét Stebba ekki eiga neitt inni og svaraði með vísu.

Við erum gerð úr linum leir
leggjumst niður í rakann
einn er það sem aldrei deyr
ætli drottinn taki'ann.

Bæta við ummælum

Til að bæta við ummælum þarf að skrá sig inn.

Innskrá

Segðu okkur frá fólkinu

Við viljum endilega fá að heyra sögur, fá myndir og efni um sem flest fólk sem hefur glætt líf okkar allra í gegnum áranna rás.

Sendu okkur efni á drangey@skagafjordur.net