Ýsan og klámblöðin

Það er hægt að skrifa bækur í nokkrum bindum um Jónas.

Jónas var kokkur á Erninum sem gerður var út frá Hofsós, það fiskaðist aldrei vel á skipið þegar það var á trolli eða togveiðum en ágætlega gekk á loðnunni og þá var Örninn alla tíð fengsælt skip. En þessi saga gerist eitt sumarið þegar Örninn er á trolli og hálfgert mannahallæri var á skipinu þar sem heimamennirnir vor trillukarlar og réru sínum trillum á sumrin.

Fjölmargir Siglfirðingar voru ráðir á skipið þar á meðal Sigurjón / Buddi skipstjóri og Sævar Björnsson frændi Jónasar var 1. stýrimaður og m.a. var Kristján Bjarnason 2. stýrimaður en Kristján var lengi skipstjóri á Múlabergi þar sem söguhöfundur er skipstjóri þegar þetta er ritað. Á þessum árum mátti aflinn aldrei fara undir 16 tonn í veiðiferð ef það náðist ekki varð áhöfnin að landa sjálf.

Á Erninum var samt talsvert af heimamönnum og gaurum úr sveitinni austan vatna t.d. var þarna skipverji nokkur Simmi á Miklabæ. Siglfirsku unglingarnir voru eins og ungum ferskum gaurum var tamt að skoða og fletta bara klámblöðum á frívaktinni þá var ekkert sjónvarp og Mogginn og Tíminn voru engin rit fyrir unga sjóara. Eina nóttina var Kristján Bjarna á stímvakt og orðinn leiður á að horfa út í myrkrið þegar Simmi á Miklabæ kemur upp í brú, vindur Stjáni sér að Simmi og spyr hvort hann eigi engin blöð eða tímarit til þess að fletta fór fínt í þetta og bjóst við spennandi blöðum með flottum stelpum, Simmi kemur að vörmu spori með blaðabunka og afhendir Stjána og viti menn engin voru klámblöðin, nei þetta voru 12 dráttavélablöð, sölubæklingar af Dautz og öðrum landbúnaðartækjum, þetta voru bara alvöru sveitamenn á Erninum sem Siglfirðingarnir voru að kynnast.

Kemur nú að ýsunni hjá Jónasi Tobbu, Jónas var staddur í kaupfélaginu rétt fyrir brottför og er að versla þegar Sævar stýrimaður og frændi hanns kemur inn í búð til þess að kaupa sér Camel fyrir túrinn, þá sér hann að Jónas er að kaupa ýsu, Sævar vindur sér þá að frænda sínum og segir ert þú að kaupa ýsu? Við erum að fara út og getum étið ýsuna sem við veiðum, hann vissi ekki að Jónas var að versla þetta fyrir Stínu, en Jónas var alltaf orðheppinn og segir við Sævar ,,frændi það er gott að eiga þetta á landleiðinni“ vel skotið hjá kokkinum og háfgert skot á hversu illa gekk á trollinu.

Bæta við ummælum

Til að bæta við ummælum þarf að skrá sig inn.

Innskrá

Segðu okkur frá fólkinu

Við viljum endilega fá að heyra sögur, fá myndir og efni um sem flest fólk sem hefur glætt líf okkar allra í gegnum áranna rás.

Sendu okkur efni á drangey@skagafjordur.net